top of page

Foringinn 1973

Ofnar teknir úr Grænuhlíð  18

Í fyrsta blaði Foringjjans frá 1973 segir frá störfum Hjálparsveitar Skáta í Eyjum :

Vestmannaeyjaskátar eru vel þekktir á Islandi, enda hafa þeir

verið tíðir og góðir gestir á íslenzkum skátamótum. Færri vita

þó að í Eyjum er starfandi ágætlega þjálfuð hjálparsveit, og er

hún jafnvíg á sjó, í klettum og á landi. Til marks um þjálfun

hennar í fjöllum var fyrrverandi júgóslavneskur Alpahersveitarmaður

fenginn.til aö þjálfa hana í sigi og fjallaferðum, einnig

björgun úr fjöllum og jöklaferðum.

Og svo fór að gjósa, og tilefni þessarar greinar er að miðla

fréttum af starfi HSV við björgunarstörf á þeim vígstöðvum.

Siggi sveitarforingi lá í bæli sínu að vanda, þegar einn úr

sveitinni kom askvaðandi og ræsti hann út, því nú væri Helgafellið

farið að gjósa. Þeir hlupu niður í húsnæði sveitarinnar, þar sem

hinir félagarnir voru komnir eða voru aö koma. í snarhasti voru

sjúkrabörur, teppi., ljós o.fl. dót tekið til og haft til reiöu.

Þá hafði enn ekki verið beðið um aðstoð sveitarinnar, en eftir

því var ekki beðið, heldur farið í hasti á lögreglustöðina með

búnaðinn. Skátarnir voru strax sendir á elliheimilið og áttu að

sjá um aö gamla fólkið kæmist örugglega í báta. Þetta var ekki

létt verk, en gekk greiðlega, því að fengin var rúta og síðan var

öllum ekið niöur á bryggju og hjálpað í bátana. Af skiljanlegum

ástæðum gekk þó erfiðlega að koma sumum burtu. Næst fóru skátarnir

upp á sjukrahús, nú hafði komið í ljós að flugvöllurinn var heill

og flugvélar voru á leiðinni til að sækja fólk. Var ákveðið að

flytja alla sjúklingana með þeim. Voru nú nokkrir sendir upp á

flugvöll til aö halda þar uppi lögum og reglu þ.e. passa að fólk

ryddist ekki í eða fyrir flugvélar, þessara ráðstafana var sem

betur fer ekki þörf, þar sem allt fór prúðmannlega fram. Hinir

sem eftir urðu, aðstoðuðu við undirbúning og brottflutning sjúklinga.

Þar sem flestir Eyjabúar höfðu yfirgefið eyna með bátum varð brátt

skortur á farþegum til að fylla flugvéiarnar, því voru þeir sem

halda áttu uppi lögum á flugvellinum sendir niöur í bæ, til að

reka á eftir fólki, og koma því í flugvélarnar. Þegar hér er komið

sögu eru aðeins fáir eftir í Eyjum, þ.e. lögregla, slökkvilið,

H.S.V. og nokkrir aðrið aðilar á þeirra vegum.

Nokkrir félagar H.S.V. sem í landi voru, komust til Eyja ,strax fyrstu nóttina. Einn þeirra er Biarni Sighvatsson, sem

eitt sinn var sveitarforingi H.S.V. Frasögn hans af atburðunum

var eitthvað á þessa leið:

"Þegar hringt hafði verið til mín frá Eyjum, gosnóttina

leitaði ég eftir fari út. Ég reyndi að ná í Almannavarnir, en

þær fundust hvergi, jafnvel lögreglan vissi ekki, hvar þær væri

að finna. Ég fór því í flugturninn, ef vera skildi að þeir gætu

hjálpað mér um far út. Þar frétti ég um varnarliðsþyrlu, sem

var að koma inn til lendingar með sjuklinga og komst ég með henni

til baka. Til Eyja var ág því kominn um 6 leytið þann morgun..

Þá var bærinn þegar tómur og lítið að gera. Ekki stóð það þó

lengi yfir og næstu kvöld var fariö að bera út úr húsum. Var þar

um að ræða frjálst framtak þeirra, sem í Eyjum voru, því skipu-

legir flutningar hófust ekki fyrr en síðar. Við þessa flutninga

aðstoðuðu fálagar H.S.V. Að sjálfsögðu var strax hafinn flutningur

úr þeim húsum, sem næst stóðu og í augljósri hættu voru. Þannig

var það að 3. í gosi var hafinn flutningur úr húsi, sem var að

komast í eldlínuna, án þess að haft væri samband við eiganda og

eigandinn kærði atburðinn. Kom þetta af stað leiðinda moral og

drá úr flutningum þar til að í ljós kom, að löglegt var að yfirtaka

bíla og flytja úr húsum án sambands viö eiganda. í stað þess að

styðjast viö rykfallinn lagakrók i þessu sambandi hefði verið

gott að hafa skýlaus lög um neyöarráðstafanir, sem hægt hefði

verið að grípa til við þessar aðstæður.

Þriðja í gosi var svo farið að veita Eyjaskeggjum leyfi

til að snúa heim, til að bjarga eigum sínum. Upp úr helgi fóru

svo fleiri björgunarmenn að koma, þar á meðal hjalparsveitirnar

ofan af landi. Þegar hér var komiö sögu voru meðlimir H.S.V.

orðnir þreyttir og syfjaðir, Tóku þeir þá að sér ýmsar leiðbein-

ingar og léttari störf. Þegar svo skipulagning hafði náð yfir-

höndinni yfir fálmkennd björgunarstörf, höfðu félagar H.S.V.

meö höndum leiðbeiningar fyrir vinnuflokka, sem til Eyja komu og

stóðu í ýmsum reddingum, sem kröföust staðarþekkingar. Þannig

leiðbeindu þeir til dæmis smiðum um bæinn og brunaliðsmönnum,

einhverjir urðu að vörubílsstjórum, aðrir störfuðu viö birgðavörzlu

og ég og Siggi aðstoðuðum Svein, þ.e. Patton, við skipulagningu

og komum boðum um aðgeröir til réttra aðilja."

Um það hvernig sveitin hefði verið undir þetta búin,

svaraði hann: "Ég held að mikil þjálfun hefði ekki komið að miklu

gagni,þarna gilti aðeins samvinna. Að mínu áliti stóð sveitin sig

mjög vel fyrstu dagana t.d. við tæmingu elliheimilisins og

sjúkrahússins."

Nú, mánuði síðar, eru nokkrir félaganna enn úti í Eyjum,

en hinir sem hérlendis eru, eru um það bil að hefja aftur starf-

semi sína og aðlaga sig breyttura staðháttum.

Featured Posts

Þessi síða er í stöðugri þróun 
reyni að setja reglulega

póst hér inn 
 

Nýlegur póstur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page