top of page

Kirkjubæjarbraut

Á þeim tíma sem ég hef verið við skráningu þeirra sem voru í Eyjum fyrir gos hefur eitt og annað komið inn á borð  hjá mér. Eitt dæmi  um það er frá Ingu Dóru og Gylfa  frá Goðasteini  Kirkjubæjarbraut 11 . Gylfi var beðinn um að taka þetta að sér en vegna anna fékk hann Ingu Dóru til liðs við sig .

Inga Dóra hafði samband við íbúa Kirkjubæjabrautar sem bjuggu þar fyrir gos en það skal tekið fram að Kirkjubæjarbrautin náði nær Kirkjubæjunum þannig að það vantar íbúa nýju húsanna sem voru austan  Vilpu .

Inga Dóra rak sig á það að ekki áttu allir myndir frá gömlum tíma. Voru ástæður þær að ekki var mikið um myndatökur á þessum tíma og svo sú sorglega staðreynd að fólk hafði týnt myndunum sínum í gosinu. Það er enn hægt að bæta inn þeim sem bjuggu austan Vilpu og svo myndum af þeim húsum .
 

Ég hafði samband við Ingu Dóru og gaf hún mér leyfi til að birta þetta hér á síðunni .

Þetta er einfalt í notkun þið flettið með því að ýta með bendlinum á píluna hægra megin .
Ef áhugi er fyrir er hægt að setja inn mynda albúm hér fyrir neðan með myndum teknum á Kirkjubæjarbraut fyrir gos , þær myndir á ég ekki og verður frumkvæðið að koma frá fólkinu af
 Kirkjubæjarbrautinni
 

Góða skemmtun,

bottom of page