top of page
slide_355_edited.jpg

Valgeir Guðmundsson 
segir frá gosnóttinni

Valgeir  var aðstoðarvarðstjóri í Eyjum þegar gos hófst 
Hér rifjar hann upp gosnóttina

  • Facebook
  • 1973 í bátana

Saga Lögreglumanns 

317906047_3431355340456248_7619896630344011794_n.jpg

Lögreglustöðin

Kassinn hægrameginn á þaki lögreglustöðvarinnar innihélt "Brunalúðurinn"  en hann var í gangi fram undir morgun gosnóttina

pokinn við útidyrnar innihélt fuglafóður sem lögregluþjónarnir gáfu svöngum smáfuglum fóður úr , svo er bíllinn einn af þeim Land Roverum sem vegagerðin sendi til Eyja
Ljósmynd úr safni Valgeirs 

Næturvaktin

Þann 22. janúar 1973 var ég starfandi í lögregluliði Vestmannaeyja og bar starfsheitið aðstoðarvarðstjóri og hafði mætt á næturvakt mína kl. 20.00, ásamt þeim Einari Birgi Sigurjónssyni, Birgi á Sólheimum, og Ólafi Ragnari Sigurðssyni, Ólafi frá Vatnsdal.

Mjög gott veður var og var margt um manninn í miðbænum.. Aldrei þessu vant höfðum við ekki dregið gardínur fyrir glugga.

Þeir Birgir og Ólafur fóru í eftirlitsferðir um kvöldið og ekkert markvert var að sjá.

Tilkynnt um eld

Þriðjudagurinn 23. Janúar rann upp. 01.55 hringdi kona* á lögreglutöðina og tilkynnti um eld í austurbænum og í þeim töluðu orðum sáum við frá stöðinni mikinn eldstrók koma upp, að því er okkur sýndist í miðjum austurbænum. Fyrstu viðbrögð okkar voru að Birgir fór á lögreglubifreiðinni að kanna málið en við Ólafur tókum til við að hringja í lögreglumenn og boða þá á stöð. Þá var boðunarkerfi slökkviliðsmanna virkjað og brunalúðrar þeyttir, annar á þaki lögreglustöðvarinnar og hinn á slökkvistöðinni við Heiðarveg. Boð komu frá Birgi um talstöð um að gosið væri við Kirkjubæina og jörðin væri að rifna. Hann fór síðan rakleitt og sótti Harald Unnar Haraldsson lögreglumann sem bjó að Vinaminni og fóru þeir beint að Kirkjubæjum til aðstoðar.

Hringt í almannavarnir ríkisins

Fór ég síðan í símaskrána og fann símanúmer hjá Almannavörnum ( minnir að það hafi verið 21230 ) Þar var símsvari sem vísaði á vakthafandi stýrimann hjá Landhelgisgæslunni. Man ég að númerið hjá honum byrjaði á 5. Þangað hringdi ég og um síðir svaraði kona í símann og kynnti ég henni erindi mitt. Hún kvaðst ætla að vekja eiginmann sinn sem væri vakthafandi hjá Landhelgisgæslunni. Kom hann að vörmu spori í símann og var tjáð hvers kyns væri í Vestmannaeyjum og kvöddumst við síðan. Þó nokkru síðar hringdi þessi ágæti maður á stöðina og hafði ekki náð sambandi strax, vegna álags, og var hann að kanna áreiðanleika erindis okkar í Eyjum.

Þessi samskipti hafa ekki komið fram áður en fróðlegt er að sjá mun á Almannavörnum í dag og fyrir 50 árum. Margt fleira hef ég að segja frá þessum tíma, sem var hreint ævintýri, sumt má kyrrt liggja en annað má koma fyrir almenningssjónir


Valgeir Guðmundsson

* konan sem hringdi var Erla Guðjónsdóttir, Hásteinsvegi 4

Tekin fyrir utan Hótel H.B , en þar var lögreglan með svefn aðstöðu  og sá einnig um rekstur á matsalnum um tíma
þess má geta að þegar  vart var við gasið í miðbænum þá flutti aðstaða lögreglunar  að Höfðaveg í húsi Sigurðar Inga Ingólfssonar

Ljósmynd úr safni Valgeirs 

Hafa samband

Ef þið hafið sögu  / viðbætur sem þið viljið deila með okkur eða bara einhverjar leiðréttingar á villum sem þið sjáið á síðunni endilega sendið á okkur , netfangið er hér til hliðar 

bottom of page