1973- allir í bártana
í Janúar mánuði 2013 hófst verkefnið „1973-Allir í bátana“ með því að útbúa Facebook síðuna 1973 i bátana.
Þetta hófst allt saman 2010 að ég held þegar Sagnheimar með Jóhönnu ýr sem forstöðumann hóf að safna sögum frá gosnóttinni
Ég fór að afla mér upplýsinga um áramótin 2012-13 um stöðu verkefnisins og virtist það vera komið í dvala , eftir spjall við Kára var ákveðið að fara í samstarf og skrá hvernig fólk fór frá eyjum ,hófst þá samstarf okkar Helgu Hallbergs í sögusöfnun hafði safnast nokkur nöfn á bátum og fólki þar með var kominn grunnur fyrir áfram hald
Facebook síðan fékk óvænt umfjöllun í öllum helstu vefmiðlum þess tíma sem hjálpaði mikið til að starta verkefninu . Birti ég lista hvers báts og uppfærði reglulega . Einstaklingarnir sem flúðu gosið höfðu sjálfir samband við mig bæði símleiðis og í gegnum vefinn og skráðu sig og sína , margir þeirra sögðu sögur eða sögubúta sem ég fékk svo aftur að birta sem var nauðsynlegt til að viðhalda athyglinni á netinu